Elskulega hjólið mitt

Ég hef tekið upp á því að fara allra minna ferða á yndislega hjólinu
mínu sem ég keypti i London á sínum tíma. Þetta er liður í að verða
umhverfisvænni manneskja og  til að vera í meiri tengingu við
líkamann enda vinn ég þannig vinnu að ég er oft andlega þreytt eftir
vinnudaginn.  Eg hef verið hjálmlaus til þessa enda er ég ein af
þeim sem finnst púkó að vera með hjálm. En nú er ég búin að finna rétta
hjálminn. Keypti hann á Hverfisgötunni. Hjálmurinn er svona
silfurlitaður stríðsára hjálmur. Ég er hæstánægð með hann. Hann er
glansandi eins og teketill og það er hægt að spegla sig í honum. 
Vinkona mín á einn alveg eins og ég hef bara séð tvær aðrar manneskjur
með svona hjálm.  Það eru skiptar skoðanir um hjálminn. Sumum
finnst hjálmurinn trúðalegur en öðrum finnst hann ógeðslega töff. Næsta
skref er að skrifa undir hjóla akstursamning í vinnunni og svo ætla ég
að fjárfesta í vetrardekkjum.  Svo er aldrei að vita nema ég
fjárfesti í glansgalla í stíl við hjálminn. Þá er ég orðin góð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Til hamingju með hjálminn  enda er hann alveg nauðsynlegur fyrir þá sem hafa eitthvað "vit að verja" Góð hugmynd með glansgallan - sérstaklega ef hann er úr "krumplakki"  

Valgerður Halldórsdóttir, 20.10.2007 kl. 10:54

2 Smámynd: Guðbjörg Ottósdóttir

Já krumplakkaður galli gæti passað við hjálminn. Helst bleikur. Hann mundi sjást vel í snjókomunni í vetur. 

Guðbjörg Ottósdóttir, 30.10.2007 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband