6.6.2007 | 15:58
Að misnota kerfið
Nú um helgina kom fram í fréttum að stór hluti þeirra sem hefðu verið uppvísir að bótasvikum hjá Tryggingarstofnun væru einstæðir foreldrar. Þar er líklega verið að tala um þau einstæðu foreldri sem skráð eru einstæð þótt hitt foreldrið búi á heimilinu. Hitt foreldrið er þá með lögheimili annars staðar. Með hverju barni fær einstætt foreldri sem er öryrki um tæpar 40.000 kr. (meðlag og barnalífeyrir) og svo heimilisuppbótina, ca. 19.000 kr. tæpar á mánuði þar sem það býr eitt (ekki annar fullorðinn á heimilinu) Tekjur til umráða eru því mun meiri en ef hitt foreldrið byggi á heimilinu. Á meðal fagfólks sem starfar í félagsmálageiranum eru foreldrarnir sem ekki búa en búa samt á heimilinu þekktir sem "hulduforeldrar". Það er alltaf eitthvað af fólki sem misnotar kerfið. Fólk reynir að hafa meira upp úr fátæktinni með þvi að græja aðstæðurnar á pappírnum. Þetta er sjálfsbjargarviðleitni. Fólk neyðist til að spila á kerfið til að eiga ofan í sig og á. Árni Johnsen sveik út milljónirnar en hann gerði það ekki út frá efnahagslegri neyð heldur græðgi, auðugur maðurinn. Og svo kaus fólkið hann á þing. Hvað finnst okkur um þessa einstæðu foreldra sem sviku út bætur? Eigum við að dæma þau?
Athugasemdir
Nei, en við ættum kanski að hugsa út í hvernig það gat gerst að Árni Johnsen var kosinn aftur á þing. Eitthvað hefur breyst í viðhorfum fólks til siðferðis, ekki satt?
Eygló Aradóttir (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.