28.5.2007 | 13:13
Hvar eiga vondir að vera
Það er nú meira fárið í íbúunum á Njálsgötu yfir nýja heimilinu fyrir heimilislausa sem Reykjavíkurborg ætlar að opna á Njálsgötunni. Þarna verða búsettir heimilislausir menn í neyslu. Ef ekki í miðbænum hvar eiga þeir þá að vera? Í Grafarvogi eða Hraunbæ? Miðbærinn eins og allir aðrir miðbæjir í borgum úti í heimi einkennist af margbreytileika. Þar er alls konar fólk og þar með talið heimilislaust fólk sem á við áfengis eða fíkniefnavanda að stríða og eða geðrænan vanda. Miðbærinn er þeirra staður og hefur alltaf verið. Því verður ekki breytt. Vilji fólk rólegra umhverfi þá þarf það að búa annars staðar en í miðbænum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.